Markvörður Barcelona, Victor Valdes, hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út sumarið 2014.
Forráðamenn Barcelona voru til í að gera nýjan samning við markvörðinn og þannig gera honum kleift að spila með Barcelona allan sinn feril. Hann hafnaði því tilboði.
Samkvæmt fréttum frá Spáni stefnir markvörðurinn á að leika utan Spánar því hann vill kynnast því að spila í öðru landi og upplifa aðra menningu.
Þegar er byrjað að orða David de Gea, markvörð Man. Utd, við Barcelona.

