Real Madrid vann öruggan 4-0 sigur á Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ronaldo skoraði þrennu á tíu mínútum í seinni hálfleik en markalaust var í hálfleik.
Varnarmaðurinn Sergio Ramos kom Real Madrid á bragðið á 52. mínútu en þá var komið að þætti Cristiano Ronaldo.
Ronaldo kom Real Madrid í 2-0 með vinstri fæti á 62. mínútu eftir sendingu Mesut Özil. Þremur mínútum síðar lagði Angel di María upp annað mark Ronaldo. Ronaldo skallaði þá knöttinn í netið eftir að hafa laumað sér á fjærstöng eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Ronaldo fullkomnaði þrennuna á 72. mínútu úr vítaspyrnu, með hægri fæti, og þar við sat þó heimamenn hafi sótt ákaft allt til leiksloka.
Real Madrid er enn í þriðja sæti, nú með 43 stig, fjórum stigum á eftir Atletico Madrid og 12 stigum á eftir Barcelona en þau eiga bæði leik til góða síðar í dag.
Ronaldo með þrennu í stórsigri Real Madrid
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti



Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti