Enski boltinn

Boltastrákurinn og Hazard sættust | Ekki lögreglumál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eden Hazard og boltastrákurinn frægi á leik Swansea og Chelsea í kvöld hafa beðið hvorn annan afsökunar, að sögn Rafael Benitez, stjóra Chelsea.

Hazard sparkaði í boltastrákinn sem var tregur til að afhenda honum boltann. Að sögn Benitez vissi strákurinn upp á sig sökina og bað Hazard afsökunar. Hazard gerði slíkt hið sama en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir atvikið í kvöld.

„Þeir vita báðir að þeir höfðu rangt við. Hann var að tefja," sagði Benitez.

Swansea hefur gefið út yfirlýsingu þar sem staðfest er að lögreglan í Swansea hafi rætt við drenginn og föður hans. Þeir ákváðu að gera ekki meira úr málinu.

Benitez sagði að tekist yrði á við málið innan veggja félagsins en ljóst er að Hazard þarf að taka út bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í kvöld. Hvort hann verði beittur frekari viðurlögum af félagi sínu mun koma síðar í ljós.


Tengdar fréttir

Swansea í úrslit deildabikarsins

Swansea tryggði sér sæti í úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í fyrsta sinn í meira en 100 ára sögu félagsins. Liðið vann Chelsea í undanúslitum, samanlagt 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×