Sýnist að dómurinn geti haft áhrif á störf mannanafnanefndar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2013 16:46 Trausti Fannar Valsson Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er leyfilegt að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið væri karlmannsnafn. „Dómurinn er auðvitað þannig, sýnist mér, að hann mun hafa áhrif á störf mannanafnanefndar. Það er leiðbeining í honum um starfsemina," segir Trausti Fannar sem á sæti í Mannanafnanefnd. Ekki liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar sem myndi þá hafa lokaorðið í málinu. Trausti Fannar tók skýrt fram að hann talaði ekki fyrir hönd mannanafnanefndar. Hún ætti eftir að koma saman og sjálfur ætti hann eftir að kynna sér úrskurðinn betur. Málið hefur vakið töluverða athygli út fyrir landsteinanna en dóttir Bjarkar, Blær Bjarkardóttir, hefur fram til þessa verið skráð Stúlka Bjarkardóttir í þjóðskrá. Trausti Fannar sagði á forræði ráðuneytisins og ríkislögmanns að meta hvað gerist í framhaldinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið síðdegis. Tengdar fréttir Can use the name Blaer A judge at the Reykjavik District Court has ruled that it is permissible to use the name Blær for a girl. The Names Committee had concluded that the name is a man's name. The courtroom was crowded when the ruling was announced. 31. janúar 2013 13:15 "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Trausti Fannar Valsson lögfræðingur, sem sæti á í mannanafnanefnd, telur að dómur sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Bjarkar Eiðsdóttur, fyrir hönd dóttur sinnar gegn íslenska ríkinu, muni hafa áhrif á störf nefndarinnar. Samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms er leyfilegt að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið væri karlmannsnafn. „Dómurinn er auðvitað þannig, sýnist mér, að hann mun hafa áhrif á störf mannanafnanefndar. Það er leiðbeining í honum um starfsemina," segir Trausti Fannar sem á sæti í Mannanafnanefnd. Ekki liggur fyrir hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar sem myndi þá hafa lokaorðið í málinu. Trausti Fannar tók skýrt fram að hann talaði ekki fyrir hönd mannanafnanefndar. Hún ætti eftir að koma saman og sjálfur ætti hann eftir að kynna sér úrskurðinn betur. Málið hefur vakið töluverða athygli út fyrir landsteinanna en dóttir Bjarkar, Blær Bjarkardóttir, hefur fram til þessa verið skráð Stúlka Bjarkardóttir í þjóðskrá. Trausti Fannar sagði á forræði ráðuneytisins og ríkislögmanns að meta hvað gerist í framhaldinu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig að svo stöddu þegar fréttastofa heyrði í honum hljóðið síðdegis.
Tengdar fréttir Can use the name Blaer A judge at the Reykjavik District Court has ruled that it is permissible to use the name Blær for a girl. The Names Committee had concluded that the name is a man's name. The courtroom was crowded when the ruling was announced. 31. janúar 2013 13:15 "Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26 Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Can use the name Blaer A judge at the Reykjavik District Court has ruled that it is permissible to use the name Blær for a girl. The Names Committee had concluded that the name is a man's name. The courtroom was crowded when the ruling was announced. 31. janúar 2013 13:15
"Loksins komin með Blæ í vegabréfið mitt" "Ég var að búast við því að vinna, ég var alltaf jákvæð," sagði Blær Bjarkardóttir við fjölmiðla nokkrum mínútum eftir að dómari úrskurðaði að heimilt sé fyrir konur að heita nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður úrskurðað að nafnið væri karlkyns. 31. janúar 2013 11:26
Héraðsdómur heimilar nafnið Blær Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði nú fyrir stundu að leyfilegt er að nefna stúlkur nafninu Blær. Mannanafnanefnd hafði áður komist að því að nafnið sé karlmannsnafn. Úrskurðurinn var kveðinn upp að viðstöddu fjölmenni. 31. janúar 2013 10:53