Eddutilnefningarnar: Það þarf fleiri sögur um konur 30. janúar 2013 23:47 Dögg Mósesdóttir „Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni). Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Það vantar tvímælalaust fleiri kvenhlutverk og fleiri sögur um konur," segir kvikmyndagerðarkonan Dögg Mósesdóttir sem er formaður félagsins Konur í kvikmyndum og sjónvarpi. Dögg segir engan vafa á því að það hallar verulega á konur í kvikmyndagerð á Íslandi. Tilnefningar til Eddunnar sýna svo ekki verður um villst að konur standa höllum fæti í þessum sívaxandi iðnaði. Skýrasta dæmið voru tilnefningar til aðalhlutverka í flokki kvenna, en þar eru þrjár konur tilnefndar, en ekki fimm eins og hjá körlunum. Ástæðan er sú að ekki bárust fleiri en tíu tilnefningar í flokki kvenna þetta árið. Dögg segir að konur virðist frekar fá styrki til þess að búa til heimildarmyndir, „en það er eins og okkur sé ekki treyst fyrir stóru styrkjunum," útskýrir hún. Hún bætir við að Kvikmyndasjóður virðist frekar taka áhættu þegar karlar eiga í hlut en konur. Dögg segist ekki hafa neinar einfaldar skýringar á þessu. „Vandamálið er margþætt," segir hún. Aðspurð hvort félaginu hugnast hugmyndir um að Kvikmyndasjóður eyrnamerki hreinlega konum í kvikmyndagerð einhvern hluta af styrkjum Kvikmyndasjóðs, segir hún að það sé nokkuð umdeild hugmynd. „Það er þó gert víða annarstaðar," bendir hún á og bætir við að eitthvað þurfi að breytast. Dögg segir það mikilvægt að konum sé gefin ríkari tækifæri og bendir á að konur þurfi oft að sýna fram á meiri getu eða reynslu til þess að njóta trausts kvikmyndasjóðs. „Konur þurfa að þenja sig mun meira en karlarnir," segir hún um þessa erfiðu iðn. „Það er allavega tilfinning kvenna sem ég hef rætt við," bætir hún við. Um hundrað konur eru í félaginu og hafa þær meðal annars haldið pallborðsumræður meðal kolllega sinna um erfiða stöðu kvenna í geiranum. „Og þar hefur meðal annars komið í ljós að við erum lélegri í að koma verkum okkar áfram," segir hún um hluta af vandanum. Spurð hvort félagið ætli að bregðast við þessari erfiðu stöðu sem konur virðast standa í innan kvikmyndaiðnaðarins svara Dögg játandi. „Við þurfum bara taka stöðuna og reyna að bregðast við vandanum," segir hún en félagið hyggst taka saman styrki til karla og kvenna og reyna að beita áhrifum sínum konum til góðs.Hér má meðal annars finna samantekt félagsins yfir styrki sem veittir voru úr sjóðnum árin 2009 og 2010. Þar kemur meðal annars fram að árið 2010 sóttu 46 verkefni um styrk til handritsgerðar kvikmyndar í fullri lengd, þar af voru 12 skrifuð af konum (í tveimur tilvikum ásamt karlmanni), 26 verkefni hlutu styrk og þar af voru 7 skrifuð af konum (eitt með karlmanni).
Tengdar fréttir Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20 Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Djúpið, Frost og Svartur á leik tilnefndar til Eddunnar Kvikmyndirnar Djúpið, Frost og Svartur á leik eru allar tilnefndar til Edduverðlaunanna en tilnefningarnar eru kynntar í Bíó Paradís núna. Alls voru 102 verk sem keppa um Eddutilnefningar í ólíkum flokkum. Þar af eru 17 heimildarmyndir, 60 sjónvarpsefnisverk og 25 verk í leiknu efni. Edduverðlaunin fara fram í Hörpunni þann 16. febrúar og verða þau í opinni dagskrá á Stöð 2. 30. janúar 2013 13:20
Of fáar leikkonur til þess að tilnefna fimm Þrjár konur eru tilnefndar sem leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum á Edduverðlaununum árið 2013. Í sömu flokkum hjá körlunum eru fimm leikarar tilnefndir. 30. janúar 2013 16:07