Innlent

Komu athugasemdum á framfæri vegna komu FBI til Íslands

Ögmundur Jónasson snéri fulltrúum FBI aftur heim.
Ögmundur Jónasson snéri fulltrúum FBI aftur heim.
„Þetta stenst," segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra spurður um orð Kristins Hrafnssonar í Kastljósi í kvöld, þar sem hann lýsti því þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) komu hingað til lands til þess að rannsaka sakamál gegn WikiLeaks.

Það gerðu þeir meðal annars með því að óska eftir samstarfi við lögregluyfirvöld hér á landi, en að sögn Ögmundar komu þeir hingað til lands í lok ágúst 2011.

„Þegar ég varð svo áskynja þess að þeir væru hér á landi fór ég fram á að þetta yrði stöðvað þegar í stað," segir Ögmundur sem bætir við að það sé afar óeðlilegt að erlent lögreglulið komi til ríkis og ætli sér að rannsaka sakamál innan þeirra landhelgi.

Fulltrúarnir komu með einkaflugvél hingað til lands og lentu á Reykjavíkurflugvelli.

Málið var rætt innan ríkisstjórnarinnar og úr varð að utanríkisráðherra var falið að koma á framfærum athugasemdum við Bandaríkin vegna málsins. Ekki er ljóst með hvaða hætti þeim skilaboðum var komið áleiðis.

Aðspurður hvort alríkisfulltrúarnir hafi farið fram á einhverskonar heimildir eins og lögreglan hér á landi býr yfir, svo sem valdbeitingu, svarar Ögmundur að það hafi þeir ekki gert.

Ögmundur segist ekki vita hversu margir fulltrúarnir hafi verið en þeir voru hér í nokkra daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×