Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 28-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2013 14:21 FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Sjá meira