Handbolti

Dómararnir báðust afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Handknattleiksdómararnir Hafsteinn Ingibergsson og Svavar Pétursson sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á að hafa ekki farið eftir fyrirmælum.

Þeir dæmdu viðureign Hauka og Fram í deildabikarkarla um síðustu helgi. Tveir leikmenn Hauka, Elías Már Halldórsson og Freyr Brynjarsson, fengu rautt undir lok leiksins sem Fram vann.

Þeir munu hins vegar ekki taka út leikbann þar sem dómararnir gleymdu að geta þess í leikskýrslu sinni að henni fylgdi agaskýrsla, þar sem rauðu spjöldin eru tilgreind.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Við dómarar í leik Hauka og Fram 16. janúar síðastliðin biðjumst afsökunar á að hafa ekki tekið fram á leikskýrslu að agaskýrsla komi til með að fylgja vegna leikbrota í áðurnefndum leik. Við gerum okkur grein fyrir að með ákvörðun okkar að senda ekki agaskýrslu strax að leik loknum fórum við ekki að fyrirmælum formanns dómaranefndar HSÍ.

Hafsteinn Ingibergsson

Svavar Pétursson"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×