Innlent

Fjöldamorðinginn í Sandy Hook með þráhyggju fyrir Breivik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Látinna barna í Sandy Hook skólanum minnst.
Látinna barna í Sandy Hook skólanum minnst. Mynd/ Getty.

Adam Lanza, sem myrti 26 manns í Sandy Hook skólanum í Connecticut í Bandaríkjunum fyrir áramót hafði ákveðið að myrða fleiri en Anders Behring Breivik í Útey sumarið 2011. Þetta sýna gögn sem lögreglan hefur undir höndum og fréttavefur Telegraph segir frá.



Flestir þeir sem féllu fyrir hendi Lanza voru sex til sjö ára gömul börn. Flestir sem Breivik myrti voru aftur á móti unglingar. Lanza mun hafa verið með þráhyggju fyrir Breivik og vildi myrða fleiri en hann gerði. Lanza mun hafa valið Sandy Hook skólann af því að það væri auðveldasta skotmarkið með flestu fólkinu á sama stað. Þegar lögreglan mætti á vettvang fyrirfór Lanza sér.



Lögreglan segir að ofbeldisfullir tölvuleikir hafi orðið til þess að hvetja Lanza áfram í ódæði sínu. Hann mun hafa varið ómældum tíma heima hjá sér við að æfa sig í skotleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×