Bergsteinn Björgúlfsson sigraði í flokknum Kvikmyndataka ársins á Eddunni um helgina sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu fyrir kvikmyndina Djúpið. Sonur hans, Bjarmi Árdal Bergsteinsson, tók á móti verðlaununum og eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði áttu Steindi jr og Saga Garðarsdóttir í erfiðleikum með að halda aftur af sér þegar kom að kossum og faðmlögum.
Bergsteinn var einnig tilnefndur í þessum flokki fyrir myndina Svartur á leik. Þá voru í sama flokki tilnefndir Arnar Þórisson, Pressa 3, G. Magni Ágústsson, ÍKS, Wallander Before the Frost og Karl Óskarsson, Sailcloth.
Steindi kossaóður á Eddunni
Ellý Ármanns skrifar
Mest lesið




Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf