Fótbolti

Helgi Valur þarf að finna sér nýtt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Valur Daníelsson fagnar hér marki með AIK í Evrópudeildinni.
Helgi Valur Daníelsson fagnar hér marki með AIK í Evrópudeildinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Landsliðsmaðurinn Helgi Valur Daníelsson er að leita sér að nýju liði eftir að í ljós kom að sænska liðið AIK ætlar ekki að bjóða honum nýjan samning þegar núverandi samningur rennur út í lok júní. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Helgi Valur Daníelsson er 32 ára miðjumaður sem hefur spilað með AIK-liðinu frá 2010. Hann hefur einnig leikið með sænsku liðunum Öster og Elfsborg auk þess að reyna fyrir sér hjá þýska liðnu Hansa Rostock tímabilið 2009-2010. Helgi Valur skoraði 3 mörk í 32 leikjum á síðustu leiktíð þar af 2 mörk í 12 leikjum liðsins í Evrópudeildinni.

Helgi Valur segir að það sé smá möguleiki á því að hann fari frá AIK fyrir tímabilið en annars verður hann með AIK í sumar. Ástæðan fyrir því að Helgi Valur fær ekki nýjan samning er að félagið er með tvo unga og efnilega leikmenn í sömu stöðu sem eiga að fá að spila meira.

„Ég hefði kosið að vera lengur hjá AIK en staðan er þessi og ég bara opinn fyrir öllu en vissulega þarf það að vera eitthvað spennandi," sagði Helgi Valur í viðtali við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×