Innlent

Fundur um FBI málið hafinn

Kristinn Hrafnsson.
Kristinn Hrafnsson.
Sameiginlegur fundur í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Allsherjar- og menntamálanefnd er hafinn. Þar verður fjallað um aðgerðir bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sumarið 2011.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks er nú að gefa skýrslu vegna málsins, en það var hann sem upplýsti fyrst um veru alríkislögreglunnar hér á landi sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti síðar.

Ögmundur mun einnig gefa skýrslu á fundinum auk ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þau tvö héldu því fram að vera FBI mannanna hér á landi hefði verið með vitneskju innanríkisráðuneytisins sem stangast á við það sem Ögmundur hafði áður sagt.

Eins og kunnugt er þá sögðust fulltrúarnir ætla að rannsaka yfirvofandi tölvuárás á stjórnarráðið en eyddu svo fimm dögum í að yfirheyra fyrrverandi sjálfboðaliða Wikileaks samtakanna sem er íslenskur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×