Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 29-30 | Áttundi sigur Fram í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vodafonehöllinni skrifar 28. febrúar 2013 11:11 Valur tapaði enn einum leiknum í N1-deild karla í kvöld. Í þetta sinn fyrir sjóðheitum Frömurum sem hafa unnið átta deildarleiki í röð. Valur hefur nú leikið ellefu deildarleiki í röð án sigurs og er fyrir vikið enn í botnsæti N1-deildar karla. Liðið er þó enn einu stigi á eftir Aftureldingu, sem tapaði fyrir FH á sama tíma. Sigurganga Farmara, sem hófst einmitt gegn Val þann 6. desember síðastliðinn, hékk þó á bláþræði undir lok leiksins í kvöld - þó svo að Fram hafði leitt með átta mörkum eftir 20 mínútna leik. Sjónvarpsupptökur af leiknum í kvöld verða ekki geymdar sem kennsluefni í handbolta - svo mikið er víst. Frekar væri nær að geyma leikinn fyrir handboltadómara framtíðarinnar því dómgæslan í kvöld var skrautleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svavar Pétursson, annar dómaranna, gaf tóninn strax á fimmtu mínútu þegar hann ákvað að gefa Orra Frey Gíslasyni beint rautt spjald fyrir að fara í andlit Róberts Arons Hostert. Orri fór vissulega í andlitið en flestum var augljóst að ásetningur hans var ekki illur og verðskuldaði ekki svo harða refsingu. Við þetta riðlaðist leikur Valsmanna algjörlega. Nikola Dokic skoraði reyndar sitt eina mark í leiknum fyrir Val í næstu sókn á eftir en eftir það komu átta mörk í röð hjá Safamýrarliðinu. Leiknum virtist vera einfaldlega lokið eftir rúman stundarfjórðung. Eftir 25 mínútna leik sýndu Valsmenn reyndar smá baráttuvilja með því að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn í fimm mörk. Þó svo að fáa hefði grunað að síðari hálfleikur ætti eftir að verða spennandi gaf það engu að síður tóninn fyrir öfluga endurkomu Vals. Dokic, sem var hörmulegur í kvöld, var settur á bekkinn sem og Valdimar Fannar. Aðrir leikmenn fengu sénsinn, eins og Atli Már Báruson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Agnar Smári Jónsson og Gunnar Harðarson. Þeir náðu með gríðarlegri baráttu að rífa sína menn upp og þrátt fyrir ýmislegt mótlæti - eins og að missa tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með fimmtán sekúndna millibili - létu þeir ekki segjast. Fram var yfir, 25-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en þá tók við ótrúlegur kafli hjá Val þar sem liðið skoraði sjö mörk gegn einu hjá Fram. Valsmenn voru komnir tveimur mörkum yfir, 28-26, og aðeins fjórar mínútur eftir. En þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og skoruðu fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Valsmenn voru enn og aftur ósáttir við ákvarðanir dómaranna og vildu fá vítakast þegar brotið var á Fannari Þorbjörnssyni - sem spilaði sókn á löngum köflum í kvöld - í stöðunni 28-28. Fram fékk svo boltann þegar 25 sekúndur voru eftir og fengu tækifæri til að skora sigurmark. Sigurður Eggertsson, uppalinn Valsari, tókst þá að krækja í réttmætt vítakast sem Jóhann Gunnar Einarsson skoraði úr eftir að leiktíminn var liðinn. Niðurstaðan því eins marks sigur hjá Fram en það sem eftir stendur er ótrúlega sveiflukenndur handboltaleikur þar sem dómararnir, sem helst eiga að vera ósýnilegir, voru allt of oft í sviðsljósinu. Markahæstur Valsmanna í kvöld var Finnur Ingi Stefánsson sem átti flottan seinni hálfleik, eins og Þorgrímur Smári og Atli Már. Innkoma Lárusar Helga í markið var einnig ágæt. Jóhann Gunnar var frábær, sérstaklega á löngum köflum í fyrri hálfleik. Hann hvarf þó lengi vel í seinni hálfleik, eins og liðsfélagar hans. Stefán Baldvin var einnig mjög góður og nýtti færin sín sérstaklega vel. Með sigrinum náði Fram að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni N1-deildar karla en Valur á í höndum þrjá úrslitaleiki um líf sitt í deildinni.Sigurður hálfmiður sín eftir að hafa átt þátt í sigurmarki Vals Sigurður Eggertsson, sem er uppalinn Valsari, var í lykilhlutverki gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Hann fiskaði vítið sem gaf sigurmark Fram í leiknum. „Þetta var rosa skrýtið. Mér fannst dómararnir missa tökin í leiknum," sagði Sigurður eftir leikinn. „Við vorum allir brjálaðir og þeir voru allir brjálaðir. Okkur fannst þeir vera að bæta fyrir þetta rauða spjald allan seinni hálfleikinn. Maður vissi aldrei hvar maður hafði dómarana." „Við getum sagt um leikinn að við vorum góðir í fyrri hálfleik en skitum svo á okkur í þeim síðari. Við vorum bara ömurlegir." „Ég veit ekki af hverju. Ég tognaði í fyrri hálfleik og Robbi var tæpur eftir þetta höfuðhögg sem hann fékk í upphafi. Hann var eiginlega alveg læstur í hálsinum." „En hausinn hefur farið hjá okkur. Kannski héldum við að þetta væri komið. Þess fyrir utan höldum við með Val - við erum 4-5 leikmenn í Fram sem höldum með Val og því var þetta svolítið erfitt." „Ég er því hálf miður mín eftir þetta víti í lokin. Ég er Valsari. Vonandi klára þeir rest og halda sér uppi. Það er eins gott - annað væri aumingjaskapur hjá þeim." „Það er enginn þvílíkt glaður. Allir ósáttir með sína frammistöðu enda erum við búnir að vera betri en við sýndum í kvöld. Þetta er stórskrýtið."Fannar: Dómararnir þökkuðu ekki fyrir leikinn Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna í tapinu gegn Fram í kvöld. „Við urðum fyrir áfalli þegar Orri fékk rauða spjaldið," sagði Fannar sem þurfti að leysa Orra af í sóknarleik Valsmanna á löngum köflum í kvöld. „Það riðlaði leikskipulagi okkar og við vorum allt of lengi að átta okkur og koma skikki á okkar leik." „En eftir að við fundum taktinn á ný spiluðum við mjög vel. Það grátlegasta við þetta er að við vorum með unninn leik og vorum dæmdir út úr þessu hér í lokin. Við áttum að fá tvö víti í síðustu sókninni okkar en það var ekkert dæmd. Þeir bruna upp og fá réttmætt víti sem þeir svo skora úr og vinna leikinn." „Sú dómgæsla var í anda leiksins. Það lýsir því best að dómararnir hlupu af velli eftir leik og sáu sér ekki fært að taka í hendur leikmanna eftir leikinn. Þá er nú eitthvað mikið að." „Ef einhver í liði okkar hefði staðið sig jafn illa og dómararnir í kvöld hefði hann örugglega ekki verið með á næstu æfingu. Hann hefði allavega aldrei komist í liðið í næsta leik." Valsmenn hafa tapað mörgum leikjum á nauman hátt að undanförnu og Fannar neitar því ekki að það sé erfitt að rífa menn upp eftir slíkt mótlæti. „Það tekur virkilega á. Við höfum getuna en við höfum verið að vinna með hugarfarið. Við þurfum að byggja á síðustu 35 mínútum leiksins í kvöld því við spiluðum vel þá."Einar: Best að segja sem minnst um dómgæsluna „Þetta var furðulegur handboltaleikur en stigin tvö standa upp úr í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn á Val. Einar neitaði því ekki að dómarar leiksins hefðu gert mönnum erfitt fyrir í kvöld. Þeir gáfu tóninn með því að gefa Orra Frey Gíslasyni, leikmanni Vals, rautt strax á fimmtu mínútu. „Það er mjög erfitt að spila handboltaleik þegar þú veist ekkert hvað kemur upp úr hattinum hjá dómurunum. Það er þó best að segja sem minnst um dómgæsluna enda hefur maður brennt sig allt of oft á því." „Þetta var bara sérstakur handboltaleikur. Við töpuðum hausnum síðustu 10-15 mínútur leiksins og hefðum átt að gera betur." Valur er í neðsta sæti deildarinnar og að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Einar segir að það hafi vel sést á leik þeirra í kvöld. „Þeir slógust, börðust og djöfluðust í seinni hálfleik og við náðum aldrei að hrista þá af okkur. Það kom næstum því í bakið hjá okkur. Ég tel að Valur geti haldið sér uppi. Þeir þurfa að ná einum sigurleik." „En það er alveg ljóst að ég mun ekki horfa aftur á þennan leik á myndbandi - enda nokkuð langt frá því að geta talist eðlilegur handboltaleikur."Heimir: Það er breidd í okkar liði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Vals, segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap í leik kvöldsins. „Ég er mjög óhress með ýmislegt í kvöld. Leikurinn byrjaði ágætlega en svo vorum við slegnir út af laginu með rauða spjaldinu og við vorum lélegir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.“ „Síðari hálfleikur var mjög góður, bæði í vörn og sókn. En því miður gerum við afdrifarík mistök, sérstaklega í vörninni, sem reyndust okkur dýrkeypt.“ Heimir gaf varamönnum Vals sénsinn í kvöld og það breytti leiknum. „Þeir komu okkur inn í leikinn og verður að hrósa þeim fyrir það. Frammistaða þeirra gaf okkur möguleika sem er hið besta mál. Við sýndum að það er breidd í okkar liði.“ Heimir var afar ósáttur við dómgæsluna og þá sérstaklega rauða spjaldið sem Orri Freyr Gíslason fékk í upphafi leiksins. „Það var ekkert samræmi í dómgæslunni. Rauða spjaldið var mjög strangt og svo var algjörlega óskiljanlegt þegar að Fannar fékk fríkast hér í lokin, þegar hann átti að fá vítakast. Mér fannst einfaldlega ekkert samræmi í dómgæslunni í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Valur tapaði enn einum leiknum í N1-deild karla í kvöld. Í þetta sinn fyrir sjóðheitum Frömurum sem hafa unnið átta deildarleiki í röð. Valur hefur nú leikið ellefu deildarleiki í röð án sigurs og er fyrir vikið enn í botnsæti N1-deildar karla. Liðið er þó enn einu stigi á eftir Aftureldingu, sem tapaði fyrir FH á sama tíma. Sigurganga Farmara, sem hófst einmitt gegn Val þann 6. desember síðastliðinn, hékk þó á bláþræði undir lok leiksins í kvöld - þó svo að Fram hafði leitt með átta mörkum eftir 20 mínútna leik. Sjónvarpsupptökur af leiknum í kvöld verða ekki geymdar sem kennsluefni í handbolta - svo mikið er víst. Frekar væri nær að geyma leikinn fyrir handboltadómara framtíðarinnar því dómgæslan í kvöld var skrautleg, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svavar Pétursson, annar dómaranna, gaf tóninn strax á fimmtu mínútu þegar hann ákvað að gefa Orra Frey Gíslasyni beint rautt spjald fyrir að fara í andlit Róberts Arons Hostert. Orri fór vissulega í andlitið en flestum var augljóst að ásetningur hans var ekki illur og verðskuldaði ekki svo harða refsingu. Við þetta riðlaðist leikur Valsmanna algjörlega. Nikola Dokic skoraði reyndar sitt eina mark í leiknum fyrir Val í næstu sókn á eftir en eftir það komu átta mörk í röð hjá Safamýrarliðinu. Leiknum virtist vera einfaldlega lokið eftir rúman stundarfjórðung. Eftir 25 mínútna leik sýndu Valsmenn reyndar smá baráttuvilja með því að skora þrjú mörk í röð og minnka muninn í fimm mörk. Þó svo að fáa hefði grunað að síðari hálfleikur ætti eftir að verða spennandi gaf það engu að síður tóninn fyrir öfluga endurkomu Vals. Dokic, sem var hörmulegur í kvöld, var settur á bekkinn sem og Valdimar Fannar. Aðrir leikmenn fengu sénsinn, eins og Atli Már Báruson, Þorgrímur Smári Ólafsson, Agnar Smári Jónsson og Gunnar Harðarson. Þeir náðu með gríðarlegri baráttu að rífa sína menn upp og þrátt fyrir ýmislegt mótlæti - eins og að missa tvo menn af velli í tveggja mínútna brottvísun með fimmtán sekúndna millibili - létu þeir ekki segjast. Fram var yfir, 25-21, þegar þrettán mínútur voru eftir en þá tók við ótrúlegur kafli hjá Val þar sem liðið skoraði sjö mörk gegn einu hjá Fram. Valsmenn voru komnir tveimur mörkum yfir, 28-26, og aðeins fjórar mínútur eftir. En þá vöknuðu gestirnir aftur til lífsins og skoruðu fjögur af fimm síðustu mörkum leiksins. Valsmenn voru enn og aftur ósáttir við ákvarðanir dómaranna og vildu fá vítakast þegar brotið var á Fannari Þorbjörnssyni - sem spilaði sókn á löngum köflum í kvöld - í stöðunni 28-28. Fram fékk svo boltann þegar 25 sekúndur voru eftir og fengu tækifæri til að skora sigurmark. Sigurður Eggertsson, uppalinn Valsari, tókst þá að krækja í réttmætt vítakast sem Jóhann Gunnar Einarsson skoraði úr eftir að leiktíminn var liðinn. Niðurstaðan því eins marks sigur hjá Fram en það sem eftir stendur er ótrúlega sveiflukenndur handboltaleikur þar sem dómararnir, sem helst eiga að vera ósýnilegir, voru allt of oft í sviðsljósinu. Markahæstur Valsmanna í kvöld var Finnur Ingi Stefánsson sem átti flottan seinni hálfleik, eins og Þorgrímur Smári og Atli Már. Innkoma Lárusar Helga í markið var einnig ágæt. Jóhann Gunnar var frábær, sérstaklega á löngum köflum í fyrri hálfleik. Hann hvarf þó lengi vel í seinni hálfleik, eins og liðsfélagar hans. Stefán Baldvin var einnig mjög góður og nýtti færin sín sérstaklega vel. Með sigrinum náði Fram að gulltryggja sæti sitt í úrslitakeppni N1-deildar karla en Valur á í höndum þrjá úrslitaleiki um líf sitt í deildinni.Sigurður hálfmiður sín eftir að hafa átt þátt í sigurmarki Vals Sigurður Eggertsson, sem er uppalinn Valsari, var í lykilhlutverki gegn sínum gömlu félögum í kvöld. Hann fiskaði vítið sem gaf sigurmark Fram í leiknum. „Þetta var rosa skrýtið. Mér fannst dómararnir missa tökin í leiknum," sagði Sigurður eftir leikinn. „Við vorum allir brjálaðir og þeir voru allir brjálaðir. Okkur fannst þeir vera að bæta fyrir þetta rauða spjald allan seinni hálfleikinn. Maður vissi aldrei hvar maður hafði dómarana." „Við getum sagt um leikinn að við vorum góðir í fyrri hálfleik en skitum svo á okkur í þeim síðari. Við vorum bara ömurlegir." „Ég veit ekki af hverju. Ég tognaði í fyrri hálfleik og Robbi var tæpur eftir þetta höfuðhögg sem hann fékk í upphafi. Hann var eiginlega alveg læstur í hálsinum." „En hausinn hefur farið hjá okkur. Kannski héldum við að þetta væri komið. Þess fyrir utan höldum við með Val - við erum 4-5 leikmenn í Fram sem höldum með Val og því var þetta svolítið erfitt." „Ég er því hálf miður mín eftir þetta víti í lokin. Ég er Valsari. Vonandi klára þeir rest og halda sér uppi. Það er eins gott - annað væri aumingjaskapur hjá þeim." „Það er enginn þvílíkt glaður. Allir ósáttir með sína frammistöðu enda erum við búnir að vera betri en við sýndum í kvöld. Þetta er stórskrýtið."Fannar: Dómararnir þökkuðu ekki fyrir leikinn Fannar Þorbjörnsson, leikmaður Vals, var afar ósáttur við frammistöðu dómaranna í tapinu gegn Fram í kvöld. „Við urðum fyrir áfalli þegar Orri fékk rauða spjaldið," sagði Fannar sem þurfti að leysa Orra af í sóknarleik Valsmanna á löngum köflum í kvöld. „Það riðlaði leikskipulagi okkar og við vorum allt of lengi að átta okkur og koma skikki á okkar leik." „En eftir að við fundum taktinn á ný spiluðum við mjög vel. Það grátlegasta við þetta er að við vorum með unninn leik og vorum dæmdir út úr þessu hér í lokin. Við áttum að fá tvö víti í síðustu sókninni okkar en það var ekkert dæmd. Þeir bruna upp og fá réttmætt víti sem þeir svo skora úr og vinna leikinn." „Sú dómgæsla var í anda leiksins. Það lýsir því best að dómararnir hlupu af velli eftir leik og sáu sér ekki fært að taka í hendur leikmanna eftir leikinn. Þá er nú eitthvað mikið að." „Ef einhver í liði okkar hefði staðið sig jafn illa og dómararnir í kvöld hefði hann örugglega ekki verið með á næstu æfingu. Hann hefði allavega aldrei komist í liðið í næsta leik." Valsmenn hafa tapað mörgum leikjum á nauman hátt að undanförnu og Fannar neitar því ekki að það sé erfitt að rífa menn upp eftir slíkt mótlæti. „Það tekur virkilega á. Við höfum getuna en við höfum verið að vinna með hugarfarið. Við þurfum að byggja á síðustu 35 mínútum leiksins í kvöld því við spiluðum vel þá."Einar: Best að segja sem minnst um dómgæsluna „Þetta var furðulegur handboltaleikur en stigin tvö standa upp úr í kvöld," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn á Val. Einar neitaði því ekki að dómarar leiksins hefðu gert mönnum erfitt fyrir í kvöld. Þeir gáfu tóninn með því að gefa Orra Frey Gíslasyni, leikmanni Vals, rautt strax á fimmtu mínútu. „Það er mjög erfitt að spila handboltaleik þegar þú veist ekkert hvað kemur upp úr hattinum hjá dómurunum. Það er þó best að segja sem minnst um dómgæsluna enda hefur maður brennt sig allt of oft á því." „Þetta var bara sérstakur handboltaleikur. Við töpuðum hausnum síðustu 10-15 mínútur leiksins og hefðum átt að gera betur." Valur er í neðsta sæti deildarinnar og að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Einar segir að það hafi vel sést á leik þeirra í kvöld. „Þeir slógust, börðust og djöfluðust í seinni hálfleik og við náðum aldrei að hrista þá af okkur. Það kom næstum því í bakið hjá okkur. Ég tel að Valur geti haldið sér uppi. Þeir þurfa að ná einum sigurleik." „En það er alveg ljóst að ég mun ekki horfa aftur á þennan leik á myndbandi - enda nokkuð langt frá því að geta talist eðlilegur handboltaleikur."Heimir: Það er breidd í okkar liði Heimir Ríkharðsson, þjálfari Vals, segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við tap í leik kvöldsins. „Ég er mjög óhress með ýmislegt í kvöld. Leikurinn byrjaði ágætlega en svo vorum við slegnir út af laginu með rauða spjaldinu og við vorum lélegir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.“ „Síðari hálfleikur var mjög góður, bæði í vörn og sókn. En því miður gerum við afdrifarík mistök, sérstaklega í vörninni, sem reyndust okkur dýrkeypt.“ Heimir gaf varamönnum Vals sénsinn í kvöld og það breytti leiknum. „Þeir komu okkur inn í leikinn og verður að hrósa þeim fyrir það. Frammistaða þeirra gaf okkur möguleika sem er hið besta mál. Við sýndum að það er breidd í okkar liði.“ Heimir var afar ósáttur við dómgæsluna og þá sérstaklega rauða spjaldið sem Orri Freyr Gíslason fékk í upphafi leiksins. „Það var ekkert samræmi í dómgæslunni. Rauða spjaldið var mjög strangt og svo var algjörlega óskiljanlegt þegar að Fannar fékk fríkast hér í lokin, þegar hann átti að fá vítakast. Mér fannst einfaldlega ekkert samræmi í dómgæslunni í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira