Staðreynd að neysla kannabisefna getur valdið geðrofi Helga Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2013 21:00 Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem. Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Neysla kannabisefna getur aukið hættuna á því að fólk fái geðrofssjúkdóm á borð við geðklofa og ungt fólk sem byrjar slíka neyslu snemma er í sérstökum áhættuhóp. Þessi sami hópur getur líka fengið geðrofssjúkdóma seinna á ævinni. Þetta segir geðlæknir sem telur litla umræðu vera um skaðsemi kannabisefna. Tengsl kannabisneyslu og geðsjúkdóma hafa lítið verið rædd en það er staðreynd að neysla slíkra efna getur haft mikil áhrif á þróun geðraskana. Erlendar rannsóknir sýna að 60% ungs fólks sem glímir við geðrofssjúkdóma hefur neytt kannabisefna síðustu 12 mánaða. Nanna Briem geðlæknir starfar á endurhæfingardeild fyrir ungt fólk með byrjunareinkenni geðrofssjúkdóma. „Bæði virðist kannabis geta eitt og sér valdið geðrofseinkennum og þá talar maður um geðrof af völdum vímuefna eða kannabis sem þá gengur yfir þegar efnið er farið úr líkamanum. Samt sem áður er það þannig að þessi hópur sem fær geðrof eingöngu af völdum kannabis er líklegri í framtíðinni en aðrir hópar að þróa með sér geðrofssjúkdóm. Í rauninni má segja að kannabis geti virkað sem einhvers konar kveikja fyrir því að sjúkdómurinn brjótist fram." Fólk sé misjafnlega viðkvæmt fyrir og bregst ólíkt við kannabisefninu. „Það kemur líka í ljós að þeir sem reykja mikið kannabis og sérstaklega frá ungum aldri, þeir eru líklegir til að þróa með sér geðklofa og líka líklegir til að fá sjúkdóminn fyrr heldur en þeir sem þróa með sér geðrofssjúkdóma og hafa ekki verið að reykja." Nanna segir að þeir sem glími við geðrofssjúkdóma og reyki kannabis samhliða því fái yfirleitt alvarlegri sjúkdómseinkenni sem erfiðara sé að meðhöndla og séu oftar lagðir inn á spítala. „Kannabisefni sem er það algengasta og mest notaða ólöglega vímuefni hefur einhvern veginn fengið ótrúlega jákvæða umfjöllun og þessar neikvæðu hliðar hafa til dæmis mjög lítið verið teknar fyrir. Þetta er skaðlegt efni og það gleymist algerlega í umræðunni," segir Nanna Briem.
Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira