Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna Boði Logason skrifar 26. febrúar 2013 16:41 Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45