Innlent

Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið

Ferðamennirnir þegar þeir komu á Landspítalann í Fossvogi í gærkvöldi.
Ferðamennirnir þegar þeir komu á Landspítalann í Fossvogi í gærkvöldi.
Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu.

Kalla þurfti á þyrlu landhelgisgæslunnar til þess að bjarga fólkinu en það var híft upp úr bílnum sem sat pikkfastur út í miðri á.

Færð var mjög slæm en viðvörun var gefin út klukkan tvö í gærdag um að miklir vatnavextir væru á svæðinu og varhugavert að ferðast þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er þetta ekki í fyrsta skiptið sem umrætt fyrirtæki kemst í hann krappan á þessum slóðum.

Rannsókn ætti að ljúka fyrir vikulok. Þá ætti heildarmyndin að vera skýr eins og lögreglan á Hvolsvelli orðar það, og þá kemur í ljós hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. En þess má geta að lögreglan rannsakar öll slys sem verða í umdæminu.


Tengdar fréttir

Ferðafólki bjargað úr sjálfheldu

Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði hópi fólks úr sjálfheldu eftir að bíll þeirra drap á sér í straumharðri á við Landmannalaugar síðdegis í dag.

Ferðalangarnir fimm allir komnir af sjúkrahúsi

Ferðalangarnir fimm, fjórir útlendingar og einn íslenskur fararstjóri og bílstjóri, sem var bjargað af þaki jeppa úti í miðri á í Landmannalaugum snemma í gærkvöldi og fluttir til Reykjavíkur, voru allir útskrifaðir af Landspítalanum í gærkvöldi, að aðhlynningu lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×