Handbolti

Valur aftur einn á toppnum | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Valskonur endurheimtu tveggja stiga forystu á toppi N1-deildar kvenna með sigri á FH, 32-23, í dag. Alls fóru fjórir leikir fram í deildinni.

Valur er nú með 34 stig en Fram er í öðru sæti með átján. Öll lið í deildinni hafa nú spilað átján leiki.

ÍBV er í þriðja sæti með 27 stig eftir fimm marka útisigur á Haukum í dag, 28-23. HK kemur næst með 23 stig en liðið vann botnlið Fylkis örugglega í dag, 30-14.

Að síðustu vann Grótta tíu marka sigur á Selfyssingum, 32-22. Grótta er í sjöunda sætinu með sautján stig en Selfoss í því níunda með átta.

Úrslit dagsins:

HK - Fylkir 30-14 (14-5)

Mörk HK: Jóna S. Halldórsdóttir 7, Guðrún Erla Bjarnadóttir 6, Brynja Magnúsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Marísa Lovísa Breiðdal 2, Emma Havin Sardarsdóttir 1, Tinna Rögnvaldsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1.

Mörk Fylkis: Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Tanja Zamoreva 3, Hildur Karen Jóhannsdóttir 2, Katrín Hera Gústafsdóttir 2, Arna Ösp Gunnarsdóttir 1.

FH - Valur 23-32 (12-15)

Mörk FH: Ásdís Sigurðardóttir 8, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Ingibjörg Pálmadóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Steinunn Guðjónsdóttir 1.

Mörk Vals: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Þorgerður Anna Atladóttir 6, Karólína B. Lárudóttir 4, Aðalheiður Hreinsdóttir 2, Drífa Skúladóttir 1.

Haukar - ÍBV 23-28

Upplýsingar um markaskorara hafa ekki borist.

Selfoss - Grótta 22-32

Upplýsingar um markaskorara hafa ekki borist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×