Kom með lífverði á nefndasvið Alþingis 21. febrúar 2013 10:29 Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri. Mál Sigga hakkara Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Sigurður Ingi Þórðarson kom í fylgd tveggja lífvarða á nefndasvið Alþingis í morgun þegar hann gaf Allsherjar- og menntamálanefnd skýrslu vegna aðkomu sinnar að stóra FBI-málinu svokallaða. Sigurður Ingi hefur hingað til verið kallaður Siggi hakkari í fjölmiðlum en hann virðist hafa verið nokkurskonar uppljóstrari alríkislögreglunnar. Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendirráðinu sumarið 2011 og sagðist þá hafa upplýsingar um yfirvofandi árás á tölvukerfi stjórnarráðsins. Árás sem ríkislögreglustjóri lítur á að hafi verið komið í veg fyrir með sértækum aðgerðum. Málið snýst um réttarbeiðni fulltrúa alríkislögreglunnar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafnaði á þeim forsendum að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks samtökin en ekki tölvuárásina, en fulltrúarnir komu upprunalega hingað til lands til þess að rannsaka það mál. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Vísi í morgun að skýrsla Sigurðar varpaði enn skýrara ljósi á það að alríkisfulltrúarnir voru sannarlega að rannsaka Wikileaks samtökin hér á landi. Hann gat þó ekki farið út í smáatriði hvað skýrsluna varðar þar sem fundurinn er lokaður. Fundurinn í morgun var þó heldur sérkennilegur. Fjöldi fréttamanna beið á nefndarsviðinu eftir að Sigurður lyki skýrslugjöf sinni. Þá þegar var fjölmiðlamönnum tilkynnt af starfsmönnum nefndarsviðsins að það væri ekki heimilt að taka viðtöl í húsnæði nefndarsviðsins. Tveir menn, sem starfa sem lífverðir, biðu einnig eftir Sigurði, en annar þeirra sagðist aðspurður að Sigurður hefði óskað eftir þjónustu þeirra, en ekki af ótta um líf sitt. Þessir tveir menn laumuðu svo Sigurði út um bakdyr sem snúa að Austurstræti eftir að fundinum lauk. Fréttamenn eltu þá uppi eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Þegar fréttamennirnir loksins höfðu uppi á Sigurði vildi hann ekki tjá sig við fjölmiðla. Aðspurður segir Björgvin að þessar öryggiskröfur hafi ekki komið frá þingnefndinni sjálfri.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira