Fótbolti

Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni | Óvæntur sigur Basel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Serdar Tasci, fyrirliði Stuttgart sem tapaði fyrir Lazio á heimavelli í kvöld.
Serdar Tasci, fyrirliði Stuttgart sem tapaði fyrir Lazio á heimavelli í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Fyrri leikir 16-liða úrslita Evrópudeildar UEFA fóru fram í kvöld. Nokkur rauð spjöld fóru á loft í síðustu leikjum dagsins, þar af tvö á Spáni.

Levante og Rubin Kazan skildu jöfn í markalausum leik en bæði lið misstu mann af velli með skömmu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst Cristian Ansaldi hjá Rubin og svo Michel hjá Levante.

Svissneska liðið Basel kom sér í góða stöðu með 2-0 sigri á Zenit frá St. Pétursborg en bæði mörk leiksins komu undir lokin. Fyrst Marcelo Diaz á 83. mínútu og svo Alexander Frei með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Þá var Zenit búið að missa Luis Neto af velli með rautt spjald.

Sigur Basel er heldur óvæntur en Zenit sló Liverpool úr leik í 32-liða úrslitunum.

Þá hafði Benfica betur gegn Bordeaux í Portúgal, 1-0, en síðari viðureignirnar í 16-liða úrslitunum fara fram í næstu viku.

Úrslitin:

Anzhi - Newcastle 0-0

Plzen - Fenerbahce 0-1

Stuttgart - Lazio 0-2

Benfica - Bordeaux 1-0

Tottenham - Inter 3-0

Levante - Rubin 0-0

Basel - Zenit 2-0


Tengdar fréttir

Markalaust í Rússlandi

Anzhi og Newcastle gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Chelsea tapaði í Búkarest

Evrópumeistarar Chelsea máttu þola tap í fyrri viðureign sinni gegn Steaua Búkarest í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Gylfi frábær í sigri á Inter | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-0 sigri Tottenham á ítalska stórliðinu Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×