Fótbolti

Keane: Rétt hjá dómaranum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að það hafi verið rétt að reka Nani af velli með rautt spjald í stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni.

United féll úr leik eftir 2-1 tap fyrir Real Madrid en vendipunktur leiksins var þegar að Nani fékk að líta rauða spjaldið.

„Dómarinn tók rétta ákvörðun," sagði Keane sem var sérfræðingur hjá ITV-sjónvarpsstöðinni í kvöld.

„Það stafaði hætta af honum og þetta var rautt spjald. Hann veit að það eru aðrir fótboltamenn á vellinum. Hvort sem þetta var viljandi eða ekki hjá Nani skiptir ekki máli."

„Dómarinn tók sér nokkrar mínútur, ræddi við aðstoðarmann sinn og ákvað svo að gefa rautt spjald. "




Fleiri fréttir

Sjá meira


×