Fótbolti

Guðmundur og Þórarinn spiluðu báðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur í leik með ÍBV í fyrra.
Guðmundur í leik með ÍBV í fyrra. Mynd/Vilhelm
Guðmundur Þórarinsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson voru báðir í byrjunarliðinu í sínum fyrsta deildarleik með Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni.

Þeir gengu til liðs við Sarpsborg frá ÍBV fyrir tímabilið og spiluðu báðir allan leikinn í dag. Liðið gerði þá 2-2 jafntefli við Lilleström á útivelli en tímabilið í Noregi hófst nú fyrir helgi.

Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Lilleström og spilaði einnig allan leikinn. Hann fékk nokkur góð færi í leiknum en náði ekki að skora.

Haraldur Björnsson markvörður er einnig á mála hjá Sarpsborg en hann er nú frá vegna meiðsla.

Sarpsborg komst í 2-0 forystu í leiknum en Lillström jafnaði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla um miðbik síðari hálfleiks.

Þá var einnig spilað í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Randers vann 1-0 sigur á Silkeborg og spilaði Theodór Elmar Bjarnason allan leikinn í liði Randers. Elfar Freyr Helgason var á bekknum. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Silkeborg í dag.

Randers er í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, sextán stigum á eftir toppliði FCK. Silkeborg er í næstneðsta sætinu með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×