Menning

Þorvaldur Davíð skoðar sögusvið glæpasagna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorvaldur Davíð skrapp til Siglufjarðar um helgina að skoða sögusvið bókanna sem Ragnar Jónasson skrifar.
Þorvaldur Davíð skrapp til Siglufjarðar um helgina að skoða sögusvið bókanna sem Ragnar Jónasson skrifar.
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er staddur á Siglufirði um helgina, en samkvæmt heimildum Vísis hyggst hann kynna sér sögusvið glæpasagna Ragnars Jónassonar, Snjóblindu, Myrknættis og Rofs, og hitta heimamenn.

Í desember var greint frá því að Saga Film og Þorvaldur hefðu tryggt sér réttinn til þess að breyta sögunum í sjónvarpssyrpur. Siglufjörður leikur lykilhlutverk í bókunum, en Þorvaldur hyggst þar leika aðalsöguhetjuna, lögreglumanninn Ara Þór Arason. Saga Film verður aðalframleiðandi þáttanna og mun Þorvaldur starfa með þeim að framleiðslunni.

Þorvaldur er að öðru leyti önnum kafinn þessa dagana við tökur á kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem frumsýnd verður í haust. Vonarstræti gerist í Reykjavík árið 2006 og þar fer Þorvaldur Davíð með hlutverk fyrrum knattspyrnumanns sem hefur haslað sér völl í viðskiptaheiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.