Fótbolti

Basel fyrsta liðið inn í 8 liða úrslit Evrópudeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcelo Díaz fékk rautt í kvöld.
Marcelo Díaz fékk rautt í kvöld. Mynd/AFP
Svissneska liðið Basel varð í dag fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA þegar liðið slapp frá Rússlandi með 1-0 tap á móti Zenit St Petersburg þrátt fyrir að missa mann af velli á 45. mínútu. Basel vann samanlagt 2-1.

Axel Witsel skoraði eina mark leiksins á 30. mínútu og fimmtán mínútum síðar var Sílemaðurinn Marcelo Díaz rekinn af velli. Það varð jafnt í liðum á 72. mínútu þegar Igor Denisov fékk sitt annað gula spjald.

Marcelo Díaz var hetja Basel í fyrri leiknum þegar hann skoraði fyrra mark liðsins og kom liðinu í 1-0 á 83. mínútu. Alexander Frei skoraði seinna markið úr vítaspyrnu í uppbótartíma og þessi sigur dugaði liðinu í kvöld.

Það varð síðan að framlengja leik Rubin Kazan og Levante sem gerðu markalaust jafntefli í Rússlandi alveg eins og í fyrri leiknum á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×