Gera ráð fyrir 800 íbúðum í Skerjafirði Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2013 17:09 Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun. Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi. Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs. Aðferðafræði við deiliskipulagið hefur ekki verið ákveðin en þó er ljóst að horft verður til vinningstillögu um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að vinna við skipulagið hefjist fljótlega þótt ljóst sé að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðuneytið hefur formlega tilkynnt um lokun flugbrautarinnar. Unnið sé að samkomulagi við innanríkisráðuneytið og vonir standi til að frá því verði gengið innan tíðar. Þá segir að gert hafi verið ráð fyrir lokun litlu flugbrautarinnar með sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 1999.Skerjafjörður.Samningur ríkisins og Reykjavíkurborgar er svokallaður markaðssamningur. Það þýðir að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að selja allar lóðir á markaði. Ríkinu er tryggt lágmarksverð í upphafi en skiptan hlut á móti Reykjavíkurborg eftir því sem hærra verð fæst fyrir landið. Áhættu borgarinnar er einnig haldið í lágmarki með því að ekkert verður greitt fyrir landið fyrr en lokun flugbrautarinnar er orðin að veruleika. Þetta þýðir að ríkið fær meira fyrir sinn hlut eftir því sem nýting landsins eykst. Og sama á við um hlut Reykjavíkurborgar í sölu byggingarréttar. Fyrsta greiðsla Reykjavíkurborgar til ríkisins vegna samkomulagsins verður 440 milljónir króna en aðrar greiðslur munu taka mið af því sem fæst fyrir sölu byggingarréttar á svæðinu. Verðmæti byggingarréttar getur orðið á bilinu einn til þrír milljarðar. Nákvæmar tölur munu taka mið af endanlegu skipulagi og verði fyrir sölu byggingarréttar. Ætla má að hlutur ríkisins verði á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni en gert er ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð á svæðinu og að hátt verð fáist fyrir landið. Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Samningar hafa tekist á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins um kaup á landi ríkisins í Skerjafirði. Í samningnum felst að Reykjavíkurborg kaupir land ríkisins, alls um 112 þúsund fermetra svæði. Gera má ráð fyrir að allt að 800 íbúðir geti risið á byggingarlandinu. Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, sem staðgengill borgarstjóra, undirrituðu samninginn á Reykjavíkurflugvelli. Samningurinn var samþykktur í borgarráði með öllum greiddum atkvæðum á fundi þess í morgun. Í samningnum segir að sameiginlegt markmið ríkis og Reykjavíkurborgar sé að koma svæðunum sem losna við lokun norður/suður og austur/vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar (stundum kölluð litla flugbrautin) í uppbyggingu með hag beggja samningsaðila að leiðarljósi. Fjöldi íbúða og fyrirkomulag á svæðinu verður útfært í deiliskipulagi undir forystu umhverfis- og skipulagssviðs. Aðferðafræði við deiliskipulagið hefur ekki verið ákveðin en þó er ljóst að horft verður til vinningstillögu um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar. Í frétt frá Reykjavíkurborg segir að vinna við skipulagið hefjist fljótlega þótt ljóst sé að uppbygging fari ekki af stað fyrr en innanríkisráðuneytið hefur formlega tilkynnt um lokun flugbrautarinnar. Unnið sé að samkomulagi við innanríkisráðuneytið og vonir standi til að frá því verði gengið innan tíðar. Þá segir að gert hafi verið ráð fyrir lokun litlu flugbrautarinnar með sameiginlegri viljayfirlýsingu ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 1999.Skerjafjörður.Samningur ríkisins og Reykjavíkurborgar er svokallaður markaðssamningur. Það þýðir að Reykjavíkurborg skuldbindi sig til að selja allar lóðir á markaði. Ríkinu er tryggt lágmarksverð í upphafi en skiptan hlut á móti Reykjavíkurborg eftir því sem hærra verð fæst fyrir landið. Áhættu borgarinnar er einnig haldið í lágmarki með því að ekkert verður greitt fyrir landið fyrr en lokun flugbrautarinnar er orðin að veruleika. Þetta þýðir að ríkið fær meira fyrir sinn hlut eftir því sem nýting landsins eykst. Og sama á við um hlut Reykjavíkurborgar í sölu byggingarréttar. Fyrsta greiðsla Reykjavíkurborgar til ríkisins vegna samkomulagsins verður 440 milljónir króna en aðrar greiðslur munu taka mið af því sem fæst fyrir sölu byggingarréttar á svæðinu. Verðmæti byggingarréttar getur orðið á bilinu einn til þrír milljarðar. Nákvæmar tölur munu taka mið af endanlegu skipulagi og verði fyrir sölu byggingarréttar. Ætla má að hlutur ríkisins verði á annan milljarð króna og hlutur Reykjavíkurborgar litlu minni en gert er ráð fyrir tiltölulega þéttri byggð á svæðinu og að hátt verð fáist fyrir landið.
Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira