Fótbolti

Áfengisbann í Mílanó

Þessi tilkynning er í mörgum gluggum í Milanó í dag.
Þessi tilkynning er í mörgum gluggum í Milanó í dag.
Lögregluyfirvöld í Mílanó hafa stórar áhyggjur af áhorfendum fyrir leik Inter og Tottenham í Evrópudeildinni. Svo miklar að allsherjar áfengisbann er nú í borginni.

Áfengisbannið tók gildi í gærkvöldi og lýkur ekki fyrr en á miðnætti í kvöld. Lögregluyfirvöld vonast til þess að bannið komi í veg fyrir ofbeldi á milli stuðningsmanna liðanna.

Ekki bara mega stuðningsmenn Spurs fá sér í tána þá verður þeim ekki hleypt af San Siro fyrr en hálftíma eftir leik. Þeim er líka ráðlagt að vera ekki að láta sjá sig á krám í borginni. Lögreglan telur líka skynsamlegt hjá þeim að sleppa því að flagga Spurs-fánanum í borginni.

Stuðningsmaður Tottenham var stunginn fyrir leik Spurs og Lazio í nóvember en sá leikur fór fram í Róm. Þrír aðrir enduðu á spítala eftir að stuðningsmenn Lazio réðust á hóp stuðningsmanna Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×