Eric Abidal verður í leikmannahópi Barcelona í dag í fyrsta sinn síðan hann gekkst undir lifraígræðslu í mars á síðasta ári.
Abidal fékk leyfi til að byrja að æfa aftur í byrjun ársins en hann greindist fyrst með krabbamein í mars árið 2011. Hann spilaði með B-liði Barcelona í æfingaleik fyrr í þessum mánuði.
Leikurinn markar einnig endurkomu þjálfarans Tito Vilanova sem sneri aftur til Barcelona í þessari viku eftir að hafa gengist undir krabbameinsmeðferð í New York síðasta mánuði.
Barcelona mætir Celta Vigo á útivelli í dag en ákveðið var að Vilanova myndi halda kyrru fyrir heima. Það er þó líklegt að hann verði mættur á hliðarlínuna þegar að Börsungar leika gegn PSG í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.
Abidal í hóp Barcelona í dag
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
