Gunnar Andrésson tekur við Gróttuliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2013 11:15 Gunnar Andrésson stýrir hér Aftureldingu á móti Gróttu. Mynd/Vilhelm Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi. Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Gunnar Andrésson hefur gengið frá þriggja ára samningi um að taka við liði Gróttu af Ágústi Jóhannssyni sem er á leiðinni til Danmerkur á næsta tímabili. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gróttu. Það er ekki enn ljóst í hvaða deild Grótta spilar því liðið er á leiðinni í umspil um laust sæti í N1 deild karla. Gunnar Andrésson þjálfaði áður Aftureldingu í Mosfellsbæ og kom þeim upp í N1 deild karla fyrir tveimur árum og einnig þjálfaði hann í Sviss við góðan orðstír. Hann hefur ekki þjálfað meistaraflokk fyrr en að hann hætti óvænt með Mosfellsliðið í október 2011. „Við erum sérlega ánægð að hafa krækt í Gunnar sem næsta þjálfara meistaraflokks og erum viss um að með honum náum við að halda áfram þeirri vegferð sem lagt var af stað í fyrr með Ágústi. Gunnar hefur náð góðum árangri, bæði sem leikmaður og þjálfari og við erum sannfærð um að hann muni hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem við vinnum að í handboltanum á Seltjarnarnesi" segir Davíð B. Gíslason, varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu, í umræddri fréttatilkynningu. „Ég er spenntur að taka við þessu starfi hjá Gróttu" segir Gunnar Andrésson. „Seltirningar hafa náð að skapa góða umgjörð í kringum handboltann og það er margt spennandi að gerast þar. Meistaraflokkurinn samanstendur að mestu af uppöldum ungum leikmönnum sem eiga framtíðina fyrir sér auk þess sem margir ungir leikmenn eru að koma upp sem munu láta að sér kveða. Það er frábært tækifæri að fá að hafa áhrif á þessa þróun og freista þess að koma meistaraflokki í hóp þeirra bestu á komandi árum," sagði Gunnar í fréttatilkynningunni. Grótta tryggði sér á dögunum sæti í umspili um sæti í N1 deild karla og mun mæta Valsmönnum í þeirri keppni eftir páska. Fyrsti leikur liðanna er í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi.
Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira