Tíska og hönnun

Stella McCartney heiðruð

Bítadóttirin og fatahönnuðurinn Stella McCartney tók við OBE orðu frá Elísabetu bretadrottningu í Buckingham-höll í gær. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fatahönnunar og tísku.

McCartney stofnaði eigið tískuhús árið 2001 en hún hefur meðfram því hannað íþróttafatnað fyrir Adidas. Í samstarfi við íþróttafyrirtækið sá hún um að hanna búninga fyrir bresku íþróttamennina sem kepptu á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrra og hlaut mikið lof fyrir.

Stella McCartney hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri, en hún var einnig valinn hönnuður ársins á bresku tískuverðlaununum árið 2012. Aðrir fatahönnuðir sem hafa tekið við OBE orðu drottningarinnar eru Vivienne Westwood og Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen.

Ásamt eiginmanninum, Alasdhair Willis.
Við athöfnina klæddist hönnuðurinn dimmblárri dragt og skóm úr eigin línu og var með vintage höfuðskraut frá Cartier

Með orðuna.
Hrærð yfir viðurkenningunni.
McCartney hafði orð á því að Elísabet drottning væri ákaflega smart í tauinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×