Stella McCartney heiðruð 27. mars 2013 11:30 Bítadóttirin og fatahönnuðurinn Stella McCartney tók við OBE orðu frá Elísabetu bretadrottningu í Buckingham-höll í gær. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fatahönnunar og tísku.McCartney stofnaði eigið tískuhús árið 2001 en hún hefur meðfram því hannað íþróttafatnað fyrir Adidas. Í samstarfi við íþróttafyrirtækið sá hún um að hanna búninga fyrir bresku íþróttamennina sem kepptu á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrra og hlaut mikið lof fyrir.Stella McCartney hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri, en hún var einnig valinn hönnuður ársins á bresku tískuverðlaununum árið 2012. Aðrir fatahönnuðir sem hafa tekið við OBE orðu drottningarinnar eru Vivienne Westwood og Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen.Ásamt eiginmanninum, Alasdhair Willis.Við athöfnina klæddist hönnuðurinn dimmblárri dragt og skóm úr eigin línu og var með vintage höfuðskraut frá CartierMeð orðuna.Hrærð yfir viðurkenningunni.McCartney hafði orð á því að Elísabet drottning væri ákaflega smart í tauinu. Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Bítadóttirin og fatahönnuðurinn Stella McCartney tók við OBE orðu frá Elísabetu bretadrottningu í Buckingham-höll í gær. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fatahönnunar og tísku.McCartney stofnaði eigið tískuhús árið 2001 en hún hefur meðfram því hannað íþróttafatnað fyrir Adidas. Í samstarfi við íþróttafyrirtækið sá hún um að hanna búninga fyrir bresku íþróttamennina sem kepptu á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrra og hlaut mikið lof fyrir.Stella McCartney hefur haft í nógu að snúast síðustu misseri, en hún var einnig valinn hönnuður ársins á bresku tískuverðlaununum árið 2012. Aðrir fatahönnuðir sem hafa tekið við OBE orðu drottningarinnar eru Vivienne Westwood og Sarah Burton, yfirhönnuður hjá Alexander McQueen.Ásamt eiginmanninum, Alasdhair Willis.Við athöfnina klæddist hönnuðurinn dimmblárri dragt og skóm úr eigin línu og var með vintage höfuðskraut frá CartierMeð orðuna.Hrærð yfir viðurkenningunni.McCartney hafði orð á því að Elísabet drottning væri ákaflega smart í tauinu.
Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira