Lífið

Jón Gnarr fór á kostum eins og vanalega

Ellý Ármanns skrifar
Fjölmenni fagnaði 40 ára afmæli á Kjarvalsstöðum í gær. Borgarstjóri mætti uppáklæddur til heiðurs Jóhannesi S. Kjarval og flutti skemmtilegt ávarp. Margt var í boði í húsinu allan daginn og greinilegt að gestir skemmtu sér vel.

Jón Gnarr sagði að það væri mikilvægt fyrir Íslendinga sem þjóð að eiga listamann eins og Jóhannes Kjarval. Hann sagði jafnframt að Kjarval hefði verið þekktur fyrir skemmtileg uppátæki og að jafnvel mætti rekja orðatiltækið ,,Já sæll" til meistarans. Þá sagði hann í tilefni að afmælinu að það væri mikilvægt að við Íslendingar værum minnt á það að við værum í raun bara ein fjölskylda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.