Menning

Styttist í Iron Man 3

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nú er rétt tæplega mánuður þar til þriðja kvikmyndin um Járnmanninn (Iron Man) rekur á fjörur íslenskra kvikmyndaunnenda, en hún er frumsýnd 24. apríl.

Sem fyrr er það leikarinn Robert Downey Jr. sem fer með hlutverk auðkýfingsins Tony Stark, en hann berst við dóna og durta í frístundum sínum í háþróuðum járnbúningi og kallar sig Iron Man.

Aðrir leikarar eru Gwyneth Paltrow, Don Cheadle, Ben Kingsley, Guy Pearce og Jon Favreau, en hann leikstýrði fyrstu myndunum tveimur.

Í hans stað í leikstjórastólnum er kominn Shane Black, en hann hefur starfað sem handritshöfundur um langt skeið. Skrifaði hans meðal annars myndirnar Predator, Lethal Weapon og The Last Boy Scout, auk þess sem hann leikstýrði gamansömu spennumyndinni Kiss Kiss Bang Bang.

Nýjasta stiklan úr Iron Man 3 var frumsýnd fyrr í þessum mánuði og er hin glæsilegasta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.