Birgitta: Finna að við erum að bjóða upp á annað plan en hinir 9. apríl 2013 15:25 Birgitta Jónsdóttir. „Við erum bara rosalega ánægð og finnu fyrir miklum meðbyr," segir Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum Píratanna, en þeir fengu 7,8 prósent í síðustu könnun MMR sem birt var í dag. Píratarnir eru því aðeins 0,2 prósentustigum á eftir Vinstri grænum. Birgitta er ánægð með þetta, og segir árangurinn aðallega mikilli vinnu að þakka. „Við höfum unnið þetta mjög markvisst," segir hún en flokkurinn sá fyrst teikn á lofti í könnun Fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í síðustu viku þegar flokkurinn mældist yfir fimm prósentum. Birgitta segist ekki kunna margar skýringar á gengi Píratanna. Hún segir liðsmenn flokksins hafa staðið sig vel í umræðuþáttum í sjónvarpinu síðustu vikur auk þess sem hún segir að ræða sín um minningarorð um stjórnarskrána, sem hún flutti á Alþingi í lok mars, hafa farið eins og eldur um sinu. „En fólk sem hefur áður kosið, finnur að við höfum annað plan en hinir flokkarnir, að við ætlum að fara aðra leið," segir Birgitta en það er óhætt að segja að nálgun Pírata sé tænkilegri en nálgun annarra flokka. Þannig byggist flokkurinn að miklu leytinu til á netinu og stefnt er að því að sem flestir geti haft áhrif á stjónmálin í gegnum netið. „Við höfum nefnilega trú á því að einstaklingurinn sé ekki vanmáttugur, heldur þvert á móti, hann hafi mikil áhrif," segir Birgitta. Enn eru þó tvær vikur til kosninga og því ekki hægt að treysta því að fylgið haldi sé. Þá er einnig töluverður munur á könnun MMR og öðrum könnunum að einstaklingar eldri en 67 ára taka ekki þátt í könnuninni. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR. 9. apríl 2013 11:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Við erum bara rosalega ánægð og finnu fyrir miklum meðbyr," segir Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum Píratanna, en þeir fengu 7,8 prósent í síðustu könnun MMR sem birt var í dag. Píratarnir eru því aðeins 0,2 prósentustigum á eftir Vinstri grænum. Birgitta er ánægð með þetta, og segir árangurinn aðallega mikilli vinnu að þakka. „Við höfum unnið þetta mjög markvisst," segir hún en flokkurinn sá fyrst teikn á lofti í könnun Fréttastofu Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í síðustu viku þegar flokkurinn mældist yfir fimm prósentum. Birgitta segist ekki kunna margar skýringar á gengi Píratanna. Hún segir liðsmenn flokksins hafa staðið sig vel í umræðuþáttum í sjónvarpinu síðustu vikur auk þess sem hún segir að ræða sín um minningarorð um stjórnarskrána, sem hún flutti á Alþingi í lok mars, hafa farið eins og eldur um sinu. „En fólk sem hefur áður kosið, finnur að við höfum annað plan en hinir flokkarnir, að við ætlum að fara aðra leið," segir Birgitta en það er óhætt að segja að nálgun Pírata sé tænkilegri en nálgun annarra flokka. Þannig byggist flokkurinn að miklu leytinu til á netinu og stefnt er að því að sem flestir geti haft áhrif á stjónmálin í gegnum netið. „Við höfum nefnilega trú á því að einstaklingurinn sé ekki vanmáttugur, heldur þvert á móti, hann hafi mikil áhrif," segir Birgitta. Enn eru þó tvær vikur til kosninga og því ekki hægt að treysta því að fylgið haldi sé. Þá er einnig töluverður munur á könnun MMR og öðrum könnunum að einstaklingar eldri en 67 ára taka ekki þátt í könnuninni.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR. 9. apríl 2013 11:22 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR. 9. apríl 2013 11:22