Golf

Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Olazabal afhendir kylfingnum áritaðan golfhanska.
Olazabal afhendir kylfingnum áritaðan golfhanska. Mynd/AP
Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags.

Maðurinn fylgdist með keppendum á Masters-mótinu í golfi spila æfingahring fyrir mótið sem hefst á fimmtudaginn. Hann þurfti hins vegar að yfirgefa samkomuna eftir að José María Olazábal hitti boltann það illa að hann hafnaði í haus áhorfandans.

Höggið misheppnaða var annað högg Olazábal á 8. holu vallarins sem er par fimm. Áhorfandinn féll til jarðar og myndir náðust af honum þar sem blóð lak úr höfði hans. Fékk hann aðhlynningu og var studdur út af vellinum.

Spánverjinn, sem var fyrirliði sigurliðs Evrópu í Ryder-bikarnum á Medinah á síðasta ári, bað áhorfandann afsökunar og afhenti honum áritaðan golfhanska.

Olazabal hefur tvívegis staðið uppi sem sigurvegari á Masters, síðast árið 1999.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.

Olazabal á æfingahringnum í dag.Nordicphotos/Getty

Tengdar fréttir

Missir af Masters

Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni.

Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×