Norður-Kóreumenn vígbúast 4. apríl 2013 18:20 Nordicphotos/AFP Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera „nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. Seint í gærkvöldi tilkynntu heryfirvöld í Norður-Kóreu að þau litu svo á að þau hefðu skotleyfi á Bandaríkin með minniháttar kjarnavopnum. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Bandaríkin greindu frá því að háþróað eldflaugavarnarkerfi yrði sent til eyjunnar Gvam í Kyrrahafi. Styrkja ætti varnir við herstöðva Bandaríkjanna í Suður-Kóreu og Japan. Kim Kwan-jin, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, segir ekki rétt sem komið hafi fram í fjölmiðlum í Japan að eldflaugin væri af gerðinni KN-08 sem væri langdræg og gæti náð alla leið á vesturströnd Bandaríkjanna. Lítið er vitað um nákvæmni eldflaugarinnar samkvæmt heimildum fréttastofu AP en talið er að hún gæti verið af gerðinni Musudan sem er sögð draga nærri 3000 kílómetra. Hún gæti því vel drifið til Suður-Kóreu, Japan og mögulega eyjarinnar Gvam þangað sem Bandaríkin ætla að senda eldflaugavarnarkerfi sitt. Þar eru Bandaríkin með stóra herstöð líkt og í Japan og Suður-Kóreu. John Kerry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að full ástæða væri til þess að taka hótanir Norður-Kóreumanna alvarlega. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, tók undir orð Kerry í samtali við Vísi í gær. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," sagði Össur í samtalinu við Vísi. Tengdar fréttir "Menn verða að vera við öllu búnir" Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. 3. apríl 2013 22:38 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira
Norður-Kóreumenn hafa flutt eldflaug sem talin er vera „nokkuð langdræg" á austurströnd landsins að sögn varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, Kim Kwan-jin. Hann telur þó engin merki þess að Norður-Kórea sé að búa sig undir mikinn bardaga. Seint í gærkvöldi tilkynntu heryfirvöld í Norður-Kóreu að þau litu svo á að þau hefðu skotleyfi á Bandaríkin með minniháttar kjarnavopnum. Yfirlýsingin kom í kjölfar þess að Bandaríkin greindu frá því að háþróað eldflaugavarnarkerfi yrði sent til eyjunnar Gvam í Kyrrahafi. Styrkja ætti varnir við herstöðva Bandaríkjanna í Suður-Kóreu og Japan. Kim Kwan-jin, varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, segir ekki rétt sem komið hafi fram í fjölmiðlum í Japan að eldflaugin væri af gerðinni KN-08 sem væri langdræg og gæti náð alla leið á vesturströnd Bandaríkjanna. Lítið er vitað um nákvæmni eldflaugarinnar samkvæmt heimildum fréttastofu AP en talið er að hún gæti verið af gerðinni Musudan sem er sögð draga nærri 3000 kílómetra. Hún gæti því vel drifið til Suður-Kóreu, Japan og mögulega eyjarinnar Gvam þangað sem Bandaríkin ætla að senda eldflaugavarnarkerfi sitt. Þar eru Bandaríkin með stóra herstöð líkt og í Japan og Suður-Kóreu. John Kerry, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að full ástæða væri til þess að taka hótanir Norður-Kóreumanna alvarlega. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, tók undir orð Kerry í samtali við Vísi í gær. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," sagði Össur í samtalinu við Vísi.
Tengdar fréttir "Menn verða að vera við öllu búnir" Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. 3. apríl 2013 22:38 Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Sjá meira
"Menn verða að vera við öllu búnir" Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. 3. apríl 2013 22:38
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04