"Menn verða að vera við öllu búnir" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2013 22:38 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur. Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, segir að jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, geri það að verkum að menn verði að vera við öllu búnir. Bandaríkjamenn tóku í dag ákvörðun um að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. Tilgangurinn segja þeir vera að geta varist mögulegum árásum Norður-Kóreu á herstöðvar Bandaríkjanna. Í tilkynningu frá Norður-Kóreumönnum er varað við miskunnarlausum árásum og sagt að óðum styttist í fyrstu sprenginguna. Stríð geti hafist í dag eða á morgun. „Við Íslendingar fordæmum harðlega hótanir Norður-Kóreu, bæði á hendur grönnum sínum og einnig Bandaríkjamönnum. Þær eru með öllu óþolandi ekki síst í ljósi ákvörðunar Norður-Kóreu um að taka aftur upp vinnu til þess að búa til kjarnorkuvopn," segir Össur Skarphéðinsson í samtali við Vísi. Össur segir ljóst að Norður-Kóreumenn hafi komið sér upp allgóðri þekkingu á kjarnorkutengdri vopnatækni. Þeir hafi einnig sýnt að þeir geti smíðað eldflaug sem borið geti kjarnavopn. „Við hvetjum allar þjóðir, ekki síst Kínverja, til að taka höndum saman að koma í veg fyrir áframhaldandi árætni Norður-Kóreu og til þess að leiða þessa spennu í jörð," segir Össur. Hann segir full ástæða til að taka hótanir þeirra alvarlega. „Þær eru ógn við nágrannaríkin. Svona spennuástand sem byrjar með hótunum og harðdrægum yfirlýsingum geta stigmagnast og farið úr böndunum. Það gildir ekki síst í þessu vilviki þar sem um er að ræða nýjan og reynslulítinn leiðtoga. Þær geta leitt til raunverulegra átaka." Össur segir flutning Bandaríkjamanna á varnarkerfi sínu aðra undirstrika alvarleika málsins. Kerfið sé hugsað til að verjast langdrægum og meðaldrægum eldflaugum frá Norður-Kóreu. Sömuleiðis gæti vaxandi óþolinmæði Kínverja gagnvart Norður-Kóreu. „Margir töldu upphaflega að þessi síðasta lota hans væri taktík veiks leiðtoga til þess að safna á bak við sig langkúgaðri þjóð. Þannig afgreiddu menn hótanirnar í upphafi. Þetta er stigmögnun á spennunni sem er að aukast. Jafnvægisleysið sem birtist í yfirlýsingum og fari þessa nýja leiðtoga gera það að verkum að menn verða að vera við öllu búnir. Það veit enginn til hvers þau geta leitt," segir Össur.
Tengdar fréttir Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18 "Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04 Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54 Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakastan Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Egill Þór er látinn Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Vara við miskunnarlausum árásum "Það styttist óðum í fyrstu sprenginguna," segir í yfirlýsingu frá her Norður-Kóreu sem var birt á ríkismiðlinum KCNA í dag. Yfirlýsingin kemur í kjölfar ákvörðunar Bandaríkjahers að styrkja varnarstoðir með því að senda eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam. 3. apríl 2013 21:18
"Leiðtogarnir hafa þrælpínt þjóðina í sextíu ár" "Þetta er náttúrulega snarbilað samfélag. Þetta er náttúrulega bara fjölskyldufyrirtæki því þetta gengur í erfðir," segir stjórnmálafræðingurinn Jón Hákon Magnússon. 3. apríl 2013 22:04
Raunveruleg ógn af hendi Norður-Kóreu Bandaríkin ætla að senda háþróað eldflaugavarnarkerfi til eyjarinnar Gvam í Kyrrahafi vegna yfirvofandi ógnar af hendi Norður-Kóreu. 3. apríl 2013 20:54