Færeyingar fá nýja flugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira