Räikkönen er sama hvernig dekkin eru Birgir Þór Harðarson skrifar 18. apríl 2013 19:45 Kimi nennir ekki rugli. Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi. Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Kimi Räikkönen, ökumaður Lotus-liðsins í Formúlu 1, sér enga ástæðu fyrir því að breyta dekkjunum sem Pirelli hefur skaffað liðunum í ár. Kappaksturinn sé alveg eins og í gamla daga. Red Bull-liðið hefur kvartað sáran undan því hversu fljótt dekkin undir Formúlu 1-bílunum eyðast og vilja að Pirelli-dekkjaframleiðandinn, sem sér öllum keppnisliðunum fyrir dekkjum, breyti gúmmíblöndunni svo þau verði meðfærilegri í lengri vegalengdum. Räikkönen kann hins vegar vel að meta dekkin. Hann vann til dæmis í Ástralíu þar sem hann tók aðeins tvö þjónustuhlé gegn þremur hléum annarra ökuþóra. „Kappaksturinn á toppnum er ekkert öðruvísi en hann var í fortíðinni. F1 hefur í raun ekki breyst mikið í þessi tíu ár sem ég hef verið hér,“ segir hann. „Þú hefur alltaf val. Þú velur auðvitað fljótustu leiðina í endamarkið og reynir að vinna.“ Kimi bendir á að hvaða vöru sem Pirelli mun bjóða þá verði alltaf gagnrýnisraddir. „Þegar við höfðum aðra dekkjaframleiðendur voru ekki allir endilega ánægðir með þau dekk.“ „Stundum er maður í vandræðum og maður þarf að takast á við það. En það er allt í lagi því annars væri leikurinn of auðveldur,“ segir Kimi.Bíll Raikkönen er búinn undir kappaksturinn í Kína síðustu helgi.
Formúla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira