Lífið

Árshátíð Sporthússins

Ellý Ármanns skrifar
Myndir/Óskar Páll Elfarsson
Á annað hundruð starfsmenn Sporthússins og makar komu saman á tuttugustu hæðinni í Turninum í Kópavogi um helgina þegar árshátíð fyrirtækisins var haldin.

Þema kvöldsins var Hollywood og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru árhátíðardressin jafnt úr bíómyndum sem og af rauða dreglinum.

Leynigestur kvöldsins vakti mikla athygli en það var sjálfur Páll Róninskrans sem kom og söng sig inn í hjörtu gesta. Einnig steig á svið Margrét Gnarr og söng nokkur vel valin lög við undirspil Benjamins Þórs Þorgrímssonar.

Auðunn Blöndal sá um veislustjórn kvöldsins og vakti mikla lukku fyrir en einnig sló árlegt skaup starfmanna Sporthússins rækilega í gegn.

Myndir/Óskar Páll Elfarsson
Auðunn.
Þröstur Jón Sigurðsson og kafteinn Ari.
Flottar skvísur sem starfa á Kírópraktorstofunni í Sporthúsinu.
Gurrý, Björn, Egill og Haukur.
Rikki G., Auðunn Blöndal og Kolbrún Pálína Helgadóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×