Lífið

Bieber gerir allt brjálað – aftur!

Poppprinsinn Justin Bieber kom við á Anne Frank-safninu í Amsterdam á föstudaginn og skrifaði í gestabókina á staðnum. Hann hefði betur sleppt því.

Safnið er í húsinu þar sem Anne faldi sig fyrir ofsóknum Nasista í seinni heimsstyrjöldinni og hafði heimsóknin á safnið mikil áhrif á Justin.

Aðdáendur Biebers segja að hann hafi ekki meint neitt illt með ummælum sínum.
“Það gefur mér innblástur að fá að koma hingað. Anne var frábær stelpa. Vonandi hefði hún verið Belieber,” skrifaði Justin í gestabókin en aðdáendur goðsins eru einmitt kallaði Beliebers.

Anne Frank faldi sig fyrir Nasistum.
Þessi ummæli stjörnunnar hafa vægast sagt gert allt vitlaust og hafa samfélagsmiðlar logað alla helgina út af þessu athæfi popparans.

Gefur eiginhandaráritanir.
“Hún hefði verið HVAÐ? Þessi litli fáviti lítur alltof stórt á sig. Hún er mikilvæg, söguleg persóna þannig að sýndu smá virðingu,” skrifaði einn notandi á Facebook. Aðdáendur Justins hafa hins vegar hvatt fólk til að forðast sleggjudóma og hætta að tala niðrandi um stjörnuna.

Hneykslar heimsbyggðina.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×