Fótbolti

Steinþór tryggði fyrsta sigurinn fyrir Sandnes

Steinþór í leik með Sandnes.
Steinþór í leik með Sandnes.
Steinþór Freyr Þorsteinsson var hetja Sandnes Ulf í dag er hann skoraði eina mark leiksins gegn Tromsö. Markið kom á 55. mínútu en þetta var fyrsti sigur Sandnes í norsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Þórarinn Ingi Valdimarsson og Guðmundur Þórarinsson léku með Sarpsborg sem tapaði á heimavelli, 0-2 gegn Aalesund. Ásgeir Börkur Ásgeirsson sat allan tímann á bekknum hjá Sarpsborg.

Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Viking og Jón Daði Böðvarsson lék síðustu 13 mínútur leiksins er Viking vann Odd Grenland á heimavelli, 1-0.

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru í liði Hönefoss og léku allan leikinn í 0-1 tapi gegn Haugesund.

Pálmi Rafn Pálmason var svo í liði Lilleström sem lagði lið Birkis Más Sævarssonar, Brann, 2-0 í dag. Báðir léku þeir allan leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×