Fótbolti

Start fyrst til að taka stig af Rosenborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Nýliðarnir og Íslendingaliðið Start varð í kvöld fyrsta liðið til þess að taka stig af Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á þessu tímabili.

Start gerði þá 1-1 jafntefli við Rosenborg á Lerkendal í Þrándheimi en jöfnunarmark Start-liðsins kom á 87. mínútu og það skoraði Espen Børufsen. Tarik Elyounoussi hafði komið Rosenborg yfir á 8. mínútu.

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn fyrir Start en Guðmundur Kristjánsson fór útaf fyrir Babacar Sarr, fyrrum leikmanns Selfoss, á 72. mínútu leiksins.

Rosenborg var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Start hefur enn ekki tapað leik - er með 1 sigur og 2 jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum.

Matthías eldhress í klefanum á Lerkendal í Þrándheimi fyrir leikinn.Mynd/Facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×