Sport

RG III sló met í treyjusölu

Þeir eru ansi margir sem keyptu þessa treyju í vetur.
Þeir eru ansi margir sem keyptu þessa treyju í vetur. vísir/getty
Þeir eru fáir nýliðarnir í amerísku íþróttalífi sem hafa slegið í gegn eins og Robert Griffin III, leikstjórnandi Washington Redskins, gerði í vetur. Vinsældir hans eru með hreinum ólíkindum og hann var strax í vetur kominn á risasamninga hjá bæði Gatorade og Adidas.

Treyjan hans var síðan rifin niður úr hillunum í bókstaflegri merkingu. Svo mikið að hann setti treyjusölumet. Aldrei hafa selst eins margar treyjur leikmanns á einu ári.

Metið átti Brett Favre en margir keyptu Minnesota Vikings-treyjuna með hans nafni árið 2009. Þá kom hann til liðsins frá nágrannliði Green Bay. Peyton Manning er svo í þriðja sæti á þessum lista.

Manning seldi næstflestar treyjur í vetur en hann söðlaði um eftir mörg ár í Indianapolis og gekk í raðir Denver. Ray Lewis, goðsögn í Baltimore, varð svo í þriðja sæti yfir mestseldu treyjur vetrarins.

Colin Kaepernick, leikstjórnandi San Francisco, varð í fjórða sæti í vetur og Tom Brady var með fimmtu vinsælustu treyjuna.

Þetta met Griffin III, eða RG III, er magnað því hann var að slá við köppum sem höfðu verið goðsagnir til lengri tíma áður en þeir áttu metár í treyjusölu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×