Fótbolti

Fyrsta tap Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Kristianstad tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Umeå á heimavelli. Gestirnir unnu, 2-1, en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Margrét Lára Viðarsdóttir, sem er nýbyrjuð að spila á ný eftir meiðsli, var í byrjunarliðið Kristianstad í dag en var skipt af velli á 44. mínútu.

Sif Atladóttir var einnig í byrjunarliðinu og þá kom Guðný Björk Óðinsdóttir inn á sem varamaður.

Kristianstad er um miðja deild að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Tyresö er á toppnum með níu stig.

Hallbera Guðný Gísladóttir spilaði allan leikinn fyrir Piteå sem vann 3-2 sigur á Jitex. Piteå er í fimmta sæti deildarinnar með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×