Enski boltinn

Suarez biðst afsökunar á bitinu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Luis Suarez, framherji Liverpool hefur beðist afsökunar á því að hafa bitið Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í dag. Þeir áttust við í vítateig Chelsea og hafa myndbandsupptökur sýnt fram á að Suarez bítur greinilega í handlegginn á Ivanovic.

„Ég er leiður yfir því sem gerðist, bið Ivanovic afsökunar og fótboltaheiminn allan á þessari ófyrirgefanlegu hegðun. Ég biðst afsökunar!!,“ skrifar Suarez á Twitter í kvöld.

Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið og má búast við að enska knattspyrnusambandið rannsaki atvikið. Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vildi ekkert tjá sig um atvikið fyrr en hann væri búinn að sjá upptökur af atvikinu.

Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Suarez er gripinn við að bíta en hann var dæmdur í langt leikbann í hollesku deildinni fyrir að bíta mótherja. Fari svo að Suarez verði fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt leikbann.

Suarez baðst einnig afsökunar á athæfi sínu á heimasíðu Liverpool.

„Mér líður mjög illa vegna óafsakanlegrar hegðunar minnar í leiknum fyrr í dag gegn Chelsea," segir Suarez á heimasíðu Liverpool.

„Ég hef beðist afsökunar og hef reynt að ná sambandi við Branislav Ivanovic til að ræða við hann sjálfur. Ég bið jafnframt knattspyrnustjóra minn, liðsfélaga og alla hjá Liverpool afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim."


Tengdar fréttir

Suarez enn á milli tannanna á fólki

Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu.

Óafsakanleg hegðun hjá Suarez

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, beit Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í höndina í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndband: Suarez beit frá sér

Luis Suarez var í aðalhlutverki í 2-2 jafntefli Liverpool og Chelsea. Suarez skoraði mark, lagði upp mark, fékk dæmt á sig víti auk þess sem hann beit Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í höndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×