Innlent

Gríðarleg gæsla í maraþoni

JHH skrifar
Lögreglugæsla í London.
Lögreglugæsla í London. Mynd/ afp
Áætlað er að hundruð lögreglumanna muni bætast í þann hóp lögreglumanna sem áætlað var að myndu standa vörð þegar maraþonhlaup fer fram í London í dag. Þetta verður gert til þess að róa almenning eftir að sprengjuárás var gerð í maraþoni í Boston á mánudag.

Um 35 þúsund hlauparar munu taka þátt í hlaupinu, sem hefst í Blackheath í suðausturhluta London. 30 sekúndna þögn verður áður en hlaupið hefst til þess að minnast þeirra sem fórust í hlaupinu í Boston.

Lögreglan í London segir að lögreglumönnum verði fjölgað um 40 prósent frá fyrra ári. Hlaupinu lýkur við Buckinghamhöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×