Enski boltinn

Moyes tekur við Manchester United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Breskir fjölmiðlar greindu frá því rétt í þessu að David Moyes yrði knattspyrnustjóri Manchester United næstu sex árin.

Moyes tekur við liðinu af Sir Alex Ferguson sem stýrt hefur liði United frá því í nóvember 1986. Moyes hefur stýrt liði Everton frá árinu 2002 með ágætum árangri.

„Ég er í skýjunum að Sir Alex hafi mælt með mér í starfið. Ég ber mikla virðingu fyrir öllu því sem hann hefur gert fyrir félagið," segir David Moyes.

Moyes stýrir liði Everton í tveimur síðustu leikjum tímabilsins en tekur svo við liði United þegar samningur hans rennur út í sumar.

„Ég veit hve erfitt verður að feta í fótsport besta stjóra allra tíma. En tækifærið til þess að stýra Manchester United kemur ekki upp á hverjum degi. Ég er rosalega spenntur að mæta til leiks á undirbúningstímabilinu."


Tengdar fréttir

Hárblásarinn hans Sir Alex fær alla forsíðu The Sun á morgun

The Sun fjallar eins og aðrir fjölmiðlar í heiminum ítarlega um þá ákvörðun Sir Alex Ferguson að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir þetta tímabil. Það er hinsvegar óhætt að segja að forsíða The Sun á morgun skeri sig úr.

Moyes hættir hjá Everton | Vill taka við United

David Moyes verður ekki knattspyrnustjóri Everton á næstu leiktíð. Tíðindin benda sterklega til þess að Skotinn verði kynntur til leiks sem nýr stjóri Manchester United síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×