Enski boltinn

Tilkynnt um ráðningu Moyes innan stundar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/AFP
Fréttamenn CNN segja að Manchester United hafi tilkynnt sér að greint verði frá ráðningu nýs knattspyrnustjóra innan stundar.

Flest bendir til þess að David Moyes verði nýr stjóri Englandsmeistaranna. Everton hefur staðfest að Moyes hverfi frá félaginu í lok leiktíðar vegna þess að hann vilji taka við United.

Breskir miðlar greina frá því að David Moyes sé á leiðinni til Manchester og eru sjónvarpsmiðlar á borð við Sky og BBC með sjónvarpsfréttamann á staðnum. Fullyrt er að Moyes muni taka við félaginu af landa sínum Sir Alex Ferguson.

Á Facebook síðu Manchester United gafst fólki möguleiki á að bjóða nýjan stjóra, David Moyes, velkominn til starfa. Félagið eyddi síðar færslunni og sagðist ekki átta sig á því hver hefði skrifað færsluna. Ekkert væri frágengið.

Moyes hefur stýrt Everton í ellefu ár eða frá árinu 2002.

Fésbókarsíða Manchester United í dag. Færslunni hefur verið eytt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×