Enski boltinn

Grét fyrir framan leikmennina

Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Það kom mörgum í opna skjöldu þegar Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að hann myndi hætta að þjálfa liðið í lok tímabilsins.

Hann er enn við hestaheilsu og hefur oft talað um að halda áfram á meðan hann hefði heilsu til þess að sinna starfinu.

Ferguson sagði fáum frá ákvörðun sinni og leikmenn liðsins sem og starfsfólk félagsins fékk að vita af ákvörðuninni fyrr en í morgun.

Hinn 71 árs gamli Skoti brast í grát í morgun er hann tilkynnti leikmönnum og starfsfólki félagsins um ákvörðun sína. Ferguson hélt þá átta mínútna fund þar sem hann þakkaði öllum í "United-fjölskyldunni" fyrir samstarfið.

Leikmenn voru slegnir eftir ræðu stjórans og sumir eru sagðir hafa komist við. Er stjórinn gekk út stóðu allir upp og klöppuðu fyrir honum.




Tengdar fréttir

Hver tekur við af Ferguson?

Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni.

Gullkorn úr smiðju Sir Alex

Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það.

Skiluðu seðlaveskinu til Sir Alex

"Það var fallega gert hjá konunni í búðinni að treysta okkur fyrir því að skila veskinu," segir Gunnlaugur Jónsson.

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×