Enski boltinn

Moyes sagður taka við af Ferguson

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skotarnir á hliðarlínunni á Goodison Park.
Skotarnir á hliðarlínunni á Goodison Park. Nordicphotos/Getty
The Times greinir frá því að David Moyes verði næsti knattspyrnustjóri Manchester United.

Sir Alex Ferguson tilkynnti í morgun að hann myndi stíga úr stóli sínum í lok leiktíðar. Síðan hefur Moyes þótt afar líklegur sem arftaki landa síns frá Skotlandi.

The Times segir að tilkynnt verði um ráðninguna innan sólarhrings. David Moyes hefur stýrt Everton undanfarin ár með góðum árangri.


Tengdar fréttir

Hver tekur við af Ferguson?

Þar sem Sir Alex Ferguson ætlar að stíga niður úr brúnni hjá Man. Utd eru menn eðlilega byrjaðir að velta því fyrir sér hver muni taka að sér hið erfiða hlutverk að fylla skarð Ferguson sem er að margra mati ómögulegt verkefni.

Gullkorn úr smiðju Sir Alex

Sir Alex Ferguson hefur verið óhræddur við að segja blaðamönnum skoðun sína í gegnum árin. Mörg gullkornin hafa fallið og margir fengið að heyra það.

Sir Alex kveður United

Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×