Innlent

Flugdólgur handtekinn á Akureyri

Hér má sjá lögreglubíl við flugvélina á Akureyrarflugvelli í dag. Athugið að fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Hér má sjá lögreglubíl við flugvélina á Akureyrarflugvelli í dag. Athugið að fólkið á myndinni tengist fréttinni ekki beint.
Ölvuð kona á fimmtugsaldri var handtekinn á flugvellinum á Akureyri í dag eftir að hún lét ófriðlega um borð í flugvél sem lenti á Akureyrarflugvelli á öðrum tímanum.

Að sögn Guðmundar Svanlaugssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, hlýddi konan engum fyrirmælum, tætti klósettpappír inni á klósetti og neitaði að setjast niður þegar vélin var undirbúa lendingu.

Flugstjórinn ákvað að kalla á lögregluna eftir að vélin var lent og vill kæra framkomu konunnar, enda er svona framkoma litin alvarlegum augum.

Afar sjaldgæft er að flugfarþegar séu til vandræða í innanlandsflugi, og segir Guðmundur aðeins muna eftir einu öðru tilviki.

Konan er nú í fangaklefa og verður yfirheyrð þegar áfengisvíman er runnin af henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×