Fótbolti

Markvörðurinn var hjartveikur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn AIK hafa minnst Turina með treyjum, treflum, blómum, myndum og skilaboðum á æfingasvæði félagsins.
Stuðningsmenn AIK hafa minnst Turina með treyjum, treflum, blómum, myndum og skilaboðum á æfingasvæði félagsins.
Staðfest hefur verið að Ivan Turina markvörður sænska knattspyrnuliðsins AIK, sem fannst látinn í rúmi sínu í morgun, hafi verið hjartveikur. Þetta kemur fram í Aftonbladet.

Stjórnarformaður AIK, Johan Segui, fékk símtal frá nágranna Segui klukkan 6 í morgun að staðartíma. „Ég vissi um leið að þetta væri ekkert venjulegt símtal,“ sagði Segui sem fékk þau tíðindi að Turina væri látinn.

Lögregla var kölluð til klukkan hálf átta og var send að heimili Turina. Ekki liggur ljóst fyrir hver dánarorsök Turina var en flest bendir til þess að hann hafi fengið hjartaáfall.

Áfallahjálparteymi hefur verið sent á æfingasvæði AIK liðsins og sömuleiðis að heimili Turina í Solna.


Tengdar fréttir

Markvörður AIK lést í nótt

Ivan Turina, markvörður sænska félagsins AIK sem Helgi Valur Daníelsson leikur með, féll frá í nótt aðeins 32 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×